Skálaklukka er falleg steinhæðaplanta. Fái hún rétt vaxtarskilyrði þrífst hún vel, en hún þarf sendinn/malarblandaðan jarðveg og sólríkan stað. Laufið er í jarðlægri hvirfingu og blómin eru stök á um 10 cm háum blómstönglum. Þau eru nokkuð stór, bláfjólublá með ljósari miðju. Þetta er planta sem maður tekur eftir þegar hún stendur í blóma. Algjört djásn.
top of page
bottom of page