Melaselma
Melaselma er lágvaxinn hálfrunni, sem myndar breiðu af grágrænu laufi og blómstrar hvítum körfublómum með gulri miðju. Hún vex villt á fjallaengjum á Suðureyju Nýja Sjálands. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, rökum jarðvegi. Ég hef stutta reynslu af henni og hingað til hefur hún bara blómstrað einu sinni. Mögulega vantaði hana meiri sól þar sem hún var, ég flutti hana í fyrra og er að vona að hún fái næga sól þar til að þrífast betur.