Dalalilja er falleg skógarplanta sem breiðist hægt út með jarðstönglum og myndar breiðu með tímanum. Eins og aðrar skógarplöntur þrífst hún best í hálfskugga þar sem sólin nær aðeins að skína í gegn og næringarríkum, jafnrökum jarðvegi sem er vel moltublandaður.
Hún hefur vaxið mjög hægt hjá mér.
Hef séð dalalilju í dágóðum breiðum neðarlega í Fossvogskirkjugarði🌾