Klunguralpafjóla
Klunguralpafjóla er smávaxin skógarbotnsplanta með dökkgrænt, silfurmynstrað lauf sem blómstrar bleikum blómum að hausti. Laufið visnar yfir sumarmánuðina og þá er æskilegt að bæta safnhaugamold yfir og í kringum hnýðin. Hún þarf vel framræstan, lífefnaríkan jarðveg og er sérstaklega viðkvæm fyrir vetrarbleytu. Þar sem snjóþekja er ótrygg borgar sig að hreykja laufi yfir á haustin til að skýla yfir vetrarmánuðina. Ég ræktaði nokkrar plöntur upp af fræi fyrir rúmum áratug og tórði ein utandyra í nokkra vetur en náði aldrei að blómstra.