Riddarasporayrkið sem ég kalla "Afa" er af óþekktum uppruna. Hann óx í garðinum hans afa og af því er nafnið dregið. Hann er mjög hávaxinn, yfir 2 m á hæð, svo það þarf ansi mörg prik til að halda honum uppréttum ef á móti blæs. Blómin eru himinblá með svörtu auga í þéttum klasa.
Það væri gaman að heyra af því ef einhver kannast við þessa plöntu.