Laugadrottning líkist nokkuð fjaðradrottningu og vex við sömu skilyrði og hún. Ég rakst á þessa plöntu í Garðplöntusölunni Borg í Hveragerði og stóðst ekki þennan lit. Það var ekkert yrkisnafn á henni.
Ég er pínu hrædd um að staðurinn sem ég valdi henni sé ekki alveg nógu góður, vona að hún lifi veturinn af. Hún er sögð harðgerð, en ég hef áður tapað plöntu af þessari tegund, sem þó var á ágætum stað í upphækkuðu beði.