Álfadrottning minnir svolítið á lambagras við fyrstu sín. Laufið myndar þétta þúfu og blómin standa á stuttum stilkum sem rétt ná uppfyrir laufið. Þau eru dekkri og stærri en á lambagrasinu og blómstilkarnir lengri.
Því miður er hún treg til að blómstra. Hún þolir illa vetrarumhleypinga og þarf mjög gott frárennsli og mikla sól.