Fingurbjargarblóm er tvíært, en heldur sér við með sjálfsáningu. Það er harðgert og sé það í þokkalegu skjóli getur það staðið hjálparlaust. Það þroskar mikið fræ og getur orðið fullfrekt til fjörsins fái það að sá sér óheft. Því borgar sig að klippa blómstönglana og láta bara nokkra fræbelgi þroskast.
Mjög eitruð planta