Brekkugoðalykill er minn uppáhalds goðalykill. Blómin geta verið breytileg að lit, en plantan mín er með ljóslillableikum blómum sem virðast ljóma. Laufið er stórgerðara en á öðrum goðalyklum, laufblöðin eru breið og nokkuð löng svo blaðhvirfingin verður meiri um sig. Hann hefur reynst vel harðgerður og vex í allri venjulegri garðmold svo framarlega sem hún er ekki of þétt. Hann þolir meiri þurrk en aðrar tegundir eftir að blómgun lýkur, en kýs helst frekar rakan jarðveg á blómgunartímanum.
top of page
bottom of page