Skriðugoðalykill 'Red Wings' er lágvaxinn og mjög áþekkur hlíðagoðalykli í útliti. Hann þrífst best við sömu skilyrði og hinar tegundirnar, vel framræstan, en þó rakan jarðveg og sól a.m.k. part úr degi. Hann þrífst ágætlega og blómstrar í júní eins og hinir.
Goðalyklar visna og leggjast í dvala í heimkynnum sínum eftir blómgun og skriðugoðalykill gerir það hér. Það þarf því ekki að örvænta þegar hann fer að veslast upp eftir blómgun, hann kemur upp aftur að ári.
'Red Wings' er sort með dökkbleikum blómum. Mín planta er ræktuð af fræi svo ég hef ekki 100% vissu fyrir því að hún sé þessi sort, en fræið var merkt henni.