
Rauðfeldur er yndislega falleg fjallaplanta sem minnir svolítið á stórgerðan berglykil. Hann þolir illa vetrarumhleypinga og þarf hann því mjög gott frárennsli. Fyrir slíkar plöntur er best að vera í miklum halla, helst lóðrétt, þannig að vatnið renni vel frá laufhvirfingunum. Hann varð fallegastur hjá mér í hraunhleðslu þar sem hann þreifst ljómandi vel.