Bládrekakollur skartar fallegum skærbláum blómum eftir miðjan júlí og fram í ágúst. Hann hefur reynst harðgerður. Ég gróðursetti hann upphaflega í venjulegt blómabeð þar sem hann blómstraði vel og þreifst með ágætum, en var svolítið renglulegur. Ég færði hann því í upphækkað beð með sendnari jarðvegi þar sem hann varð mun þéttari og fallegri.
top of page
bottom of page