Þessi fallega bikarklukka vex í fjöllum Svartfjallalands og af því er latneska heitið dregið. Hún þarf þessa venjubundnu fjallaplöntumeðhöndlun, sólríkan stað og jarðveg sem vatn rennur vel frá, helst í halla. Það hefur gefist vel að blanda moldina með grófum sandi, minn vex í sandblöndu sem er ca. 20-30% mold. Hann hefur þrifist ágætlega og blómstrar nokkuð árvisst. Því miður standa blómin mjög stutt, svo blómgunin gengur heldur hratt yfir.
top of page
bottom of page