Ég er með veikan blett fyrir svona þúfumyndandi fjallaplöntum með blóm sem rétt ná upp úr laufinu. Dvergbikar er einn af þeim. Við góðskilyrði verður hann þakinn fjólubláum klukkublómum í kringum mánaðarmótin júní-júlí. Hann þarf mjög gott frárennsli og hér fyrir sunnan þar sem rignir fram úr hófi yfir vetrarmánuðina á hann besta möguleika á að dafna í góðum halla þar sem vatn rennur vel frá. Mér hefur reynst vel að rækta fjallaplönturnar í grófum sandi sem er um 20-30% mold. Yfirborðið má svo gjarnan vera fín möl. Þessi þarf að sjálfsögðu sólríkan stað.
top of page
bottom of page
Gæti alveg verið. Mín reynsla er sú að þessar fjallaplöntur sem kunna illa við vetrarbleytu eiga besta möguleika á að þrífast hérna fyrir sunnan í góðum halla. Hann drapst hjá mér, enda var hann á jafnsléttu í upphækuðu beði, en hann lifði þó í nokkur ár. Ævintýralega fallegur í blóma.