Erigeron gaudinii er fjallaplanta sem vex í fjalllendi í Evrópu í grýttum, oft kalkríkum jarðvegi. Mín planta er frá Guðrúnu, hún lifði sinn fyrsta vetur af úti í beði og blómstraði ágætlega í sumar. Lofar góðu.
Já, hann er heldur stærri og töluvert gróskumeiri. Þeir jakobsfíflar sem ég hef rekist á hafa yfirleitt verið með einum blómstöngli. Þessi er ótrúlega blómsæll.
Mjög falleg. Erigeron boreale, Jakobsfífill, sem er mjög líkur þessari er algengur um allt Ísland. Þessi er etv. stærri
Blómstraði mikið og lengi í sumar (2019).
Skyldur okkar íslenska Jakobsfífli, Erigeron borealis 💗