Rauðhegranef hefur allt sem góð garðplanta þarf að hafa. Það er meðalhátt og þarf ekki stuðning. Það blómstrar sleitulaust mest allt sumarið. Það hefur yndisfögur rósbleik blóm, efstu tvö krónublöðin með fallegu mynstri. Það þarf sólríkan stað og sæmilega vel framræstan jarðveg, en gerir annars engar sérstakar jarðvegskröfur. Það hefur reynst vel harðgert hjá mér, hefur lifað í fjölmörg ár og blómstrar á hverju ári. Semsagt, úrvals garðplanta.
top of page
bottom of page
Hef ekki séð Rauðhegranef svo ég viti nema á mynd. Þetta yndisfagra blóm virðist vera planta sem allir sem rækta garðinn sinn vildu eiga 😍