Fjallahegranef er yndisfögur fjallaplanta, sem því miður hefur reynst frekar viðkvæmt, a.m.k. hér fyrir sunnan. Það lifði hjá mér í nokkur ár í steinhleðslu, þar sem það virtist þrífast alveg þokkalega, en mér tókst ekki að halda lífi í því eftir að ég flutti. Það þarf besta stað í steinhæð eða helst steinhleðsu þar sem vatn rennur vel frá og góðan skammt af sólargeislum.
top of page
bottom of page