Apablóm hafði áður fræðiheitið Mimulus guttatus og tilheyrði grímublómaætt. En það hafa verið miklar breytingar á þeirri ætt sérstaklega og nú tilheyrir það ættinni Phrymaceae og hefur verið fært í nýja ættkvísl, Erythranthe.
Ég ræktaði apablóm af fræi fyrir nokkrum árum og það lifði ekki. En það vex sem slæðingur á nokkrum stöðum hér á landi, m.a. við Lækinn í Hafnarfirði. Ég náði mér í plöntu þangað og hún lifir góðu lífi, enda er jarðvegurinn í þessum garði mjög rakaheldinn. Apablóm kýs rakan jarðveg og vex helst á lækjarbökkum eða í mýrlendi í heimkynnum sínum, í sól eða hálfskugga.
Ég åtti apablóm í mörg ár. Það var bæði gult með dökkrauðum dröfnum og lika dumbrautt með gulu. Það stóð sig vel og fjölgaði sér með sjálfsáningu.