Hundatönn er ósköp smávaxin skógarlilja (Erythronium) sem lifði því miður ekki lengi hjá mér. Það gæti hafa verið staðarvalinu um að kenna, hún er svo lítil og nett að það þarf að velja henni góðan stað þar sem hún sér örugglega til sólar. Hún þarf næringarríkan, léttan skógarjarðveg, en hann einkennist af mjög háu hlutfalli af lífrænum efnum. Það er því gott að blanda jarðveginn vel af moltu og laufi. Það gæti jafnvel verið ráðlegt að hylja hana með góðum slatta af laufi yfir veturinn.
top of page
bottom of page