Garðskógarlilja er falleg skógarplanta sem blómstrar fölgulum, lútandi blómum í maí. Laufið er gljáandi grænt, með fallegu rauðbrúnu mynstri á blaðjöðrunum. Hún þrífst vel í hálfskugga í frjóum, moltublönduðum jarðvegi. Garðskógarlilja er stærst af þeim skógarliljum sem ég hef ræktað, um 30 cm á hæð. Ég hef átt hana í mörg ár og hún blómstrar árvisst og stækkar jafnt og þétt. Þessi er uppáhalds.
top of page
bottom of page
Djásn í skóginum 💗🌲