Sætumjólk hefur reynst ágætlega harðgerð og á það meira að segja til að sá sér lítillega. Blómin eru lítið áberandi, pínulítil og grænleit, en laufliturinn er aðal skraut plöntunnar. Hann er fallega dökkpurpurarauður og nývöxturinn rauðleitari. Hún virðist ekki gera neinar sérstakar jarðvegskröfur, hún hefur vaxið vel á öllum stöðum sem ég hef plantað henni. Hún þarf sól part úr degi. Fín garðplanta sem þarf ekkert að hafa fyrir.
top of page
bottom of page