Mér hefur ekki tekist að finna nafn á þessa fallegu tegund af mjólkurjurt. Ég ræktaði hana af fræi frá Thompson & Morgan fyrir tveimur árum og blómstraði hún í fyrra. 'Amjillasa' er virkilega glæsileg tegund, sem þarf ekki stuðning. Hún þarf sólríkan stað og vel framræsta, moltublandaða mold. Beðið sem hún er í hefur verið á kafi í vatni á köflum í vetur, svo ég hef smá áhyggjur af því að hún lifi ekki veturinn af.
top of page
bottom of page
Hún þoldi ekki rigningar vetrarins í fyrra, svo hún lifði ekki. Langar að prófa hana aftur, ef ég rekst aftur á fræ af henni. Hún þarf semsagt mjög gott frárennsli og vill ekki standa í vatni.