Mjólkurjurt hefur reynst auðræktuð og harðgerð hjá mér. Eins og á öðrum tegundum þessarar ættkvíslar eru blómin ósköp smá og lítilfjörleg, háblöðin eru aðalskraut plöntunnar. Þau eru oftast gul, en á jólastjörnunni sem seld er fyrir jólin eru þau rauð, bleik eða hvít.
Mjólkurjurt þolir skugga part úr degi og er ekkert sérlega vandlát á jarðveg. Hún blómstrar í lok maí og fram í júní.