Roðamjaðurt heitir Queen-of-the-Prairie á ensku og það lýsir henni vel. Hún er hávaxin og ansi tilkomumikil í blóma. Því miður nær hún ekki að blómstra á hverju ári og þegar hún blómstrar, blómstrar hún seint, í lok ágúst - september. Það eykur líkur á blómgun að planta henni þar sem hún fær sæmilega góðan skammt af sól. Eins og aðrar mjaðurtir vill hún frekar rakan jarðveg og kalkríkan. Hún vex þó alveg þó hún fái ekki kalk. Hún er sögð skriðul og getur því borgað sig að planta henni í víðan pott til að halda aftur af henni.
top of page
bottom of page
💗💗💗