Tígulvöndur er harðgerður og auðræktaður. Hann blómstrar frekar smáum, bláum blómum og er því ekki eins tilkomumikill í blóma og margir aðrir vendir. Hann þrífst ágætlega í sæmilega góðri garðmold og blómstrar best á sólríkum stað. Blómstönglarnir eiga það til að leggjast út af.
top of page
bottom of page