Furðuvöndur er skemmtileg planta, sem er ekkert að spara blómin. Hann blómstrar árvisst og mikið í ágúst-september og hefur reynst harðgerður og auðræktaður. Laufið er ljósgrænt og blómin í þessum dásemdar maríuvandarbláa lit. Blómstönglarnir leggjast útaf svo gera þarf ráð fyrir góðu rými fyrir hann.
https://www.gardaflora.is/gentiana-paradoxa