Kínavöndur blómstrar mjög seint, í september og fram í október ef haustið er milt. Það þarf að taka mið af því við staðarval því sólin er komin svo lágt á loft þegar hann blómstrar og hann þarf sól til að blómin nái að opnast. Hann er svolítið vandlátur, jarðvegurinn þarf að vera hlutlaus eða í súrari kantinum, vel framræstur og næringarríkur. Það má því alls ekki gefa honum kalk.
top of page
bottom of page