Fagurvöndur stendur vel undir nafni. Blómin eru ótrúlega fallega himinblá. Ég hef gert tvær tilraunir til að rækta hann, en ekki tekist, hann drapst í bæði skiptin á fyrsta vetri. Samkvæmt vefsíðu Lystigarðs Akureyrar á hann að vera harðgerður, svo ég er frekar svekkt yfir hvað mér gengur illa að fá hann til að lifa hjá mér. Langar mikið að gera eina tilraun enn. Eftir því sem ég kemst næst vex hann best í veik súrum jarðvegi, sem er lífefnaríkur, vel framræstur og jafnrakur.
top of page
bottom of page