Silfurgresi er mjög lítil og fíngerð blágresistegund sem náði aldrei mikilli grósku hjá mér. Laufið er mjög smátt, grágrænt og silfrað á neðra borði og er nafnið dregið af því. Blómin eru næstum hvít með dekkri æðum. Það þarf helst sólbakaða urð eða klettasprungu til að verða gróskumikið, en það lifði hjá mér í mörg ár í upphækkuðu beði. Það drapst eftir flutninginn því það var enginn nógu góður staður fyrir þessar vandgæfu fjallaplöntur. Væri til í að reyna við það aftur ef mér tekst að skapa réttu skilyrðin.
top of page
bottom of page