Dalmatíublágresi er jarðlæg tegund, sem myndar með tímanum breiðu smárra, gljáandi laufblaða. Blómin eru ljósbleik, á stuttum stönglum, varla meira en 10 cm á hæð. Það hefur verið svolítið tregt til að blómstra hjá mér og hefur ekki blómstrað á hverju ári. Það þarf sólríkan stað og vel framræstan, rýran jarðveg. Góð steinhæðaplanta.
top of page
bottom of page
Já, örugglega fínt þar sem grasið er ekki of hátt. Það nær varla 10 cm hæð. :)
Falleg planta, væri góð í sumarbústaðalóðum í rýrum jarðvegi,