Kínablágresi er með fegurri blágresistegundum að mínu mati. Það er mjög lágvaxið, með fíngerðu, möttu laufi sem myndar jarðlæga hvirfingu. Blómin eru hlutfallslega stór, fölbleik, næstum hvít, með bylgjuðum jöðrum og svörtum fræflum. Það er í viðkvæmari kantinum og kann illa að meta vetrarumhleypinga. Það þarf því úrvalsgóðan stað, vel framræstan jarðveg og næga sól.
top of page
bottom of page