
'Johnson's Blue' er blendingur á milli fagurblágresis (Geranium himalayense) og garðablágresis (Geranium pratense). Það er nær garðablágresinu í hæð, en e.t.v. örlítið lágvaxnara. Blómin minna á fagurblágresi. Það reyndist harðgert og auðræktað. Þolir hálfskugga og vex í allri almennilegri garðmold. Það þarf stuðning eins og garðablágresið.