
'Mavis Simpson' er undurfögur, jarðlæg blágresissort með bleikum blómum. Hún reyndist því miður heldur viðkvæm, lifði í 2-3 ár. Hún þarf vel framræstan, moltublandaðan jarðveg á sólríkum stað og fer því vel í rósabeði. Var flutt inn á vegum rósaklúbbs Garðyrkjufélagsins fyrir allnokkrum árum.
https://www.gardaflora.is/geranium-mavis-simpson