Mýrablágresi skartar mjög skærpurpurarauðum blómum með dekkri æðum. Krónublöðin gljáa eins og þau séu sanseruð, líkt og blóm blóðgresis (G. sanguineum). Það er harðgert og vex vel í flestri garðmold, en eins og nafnið bendir til þolir það vel frekar rakan jarðveg. Það getur vaxið hvort sem er í sól eða skugga part úr degi. Það hefur sáð sér lítillega hjá mér, en ekki svo að það sé til vandræða.
top of page
bottom of page