Brúngresi er nokkuð ólíkt öðrum blágresistegundum sem eru í ræktun hér. Blómin eru frekar smá og í mjög sérstökum vínrauðum lit með hvítri miðju. Laufið er matt og hrukkótt með rauðbrúnum hring sem er frekar ógreinilegur á mínum plöntum, en mjög áberandi á yrkinu 'Samobor'. Það er harðgert og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Það sáir sér nokkuð svo best er að klippa blómstönglana eftir blómgun. Skemmtilega öðruvísi planta.
top of page
bottom of page