Garðablágresi er nokkuð hávaxið og hefur tilhneigingu til að leggjast út af svo það þarf að binda það upp. Það er að mínu mati helsti galli þess, því það er eiginlega eina blágresistegundin sem stendur ekki óstudd. Það er þó virkilega fallegt svo það má alveg færa rök fyrir því að það sé þess virði að hafa fyrir því að binda það upp. Blómin eru stór og það blómstrar mikið svo það verður þakið sínum bláfjólubláum blómum. Það er líka harðgert og vex vel í allri venjulegri garðmold. Það sáir sér svolítið og hef ég fengið fallegar plöntur úr því einkaframtaki.
top of page
bottom of page