Garðablágresi
Sjálfsáð planta af garðablágresi með rósbleikum blómum. Það er harðgert og auðræktað eins og önnur litaafbrigði og þarf stuðning. Eins og fölbleika afbrigðið 'Blush' þá held ég að bleiki liturinn í þessari plöntu eigi ættir að rekja til 'Rose Queen', sem ég sáði fræi af fyrir mörgum árum. Plönturnar sem ég fékk úr þeirri sáningu voru allar lillabláar, og bleiki liturinn er að koma fram í sjálfsáðum plöntum 10 árum síðar.