'Elsbeth' er mjög smávaxið afbrigði af blóðgresi, svo smávaxið að það varð undir næstu plöntum og hvarf hjá mér. Það þarf því að passa að það vaxi ekki við hliðina á einhverjum plássfrekum brussum sem breiða hratt úr sér. Þetta er óttalegt kríli, laufið er dvergvaxið, en blómin eru sæmilega stór, purpurarauð, á stuttum blómstönglum. Yndislega falleg sort sem ég sé mikið eftir.
top of page
bottom of page