Skrautblágresi er hópur blendinga haustblágresis (G. endressii) og G. versicolor. Laufið líkist síðari tegundinni, það er nokkuð stórgert, dökkgrænt og gljáandi og ekki eins fínskipt og á haustblágresinu. Þessi planta sem ég á kom upp af fræi, sem mig minnir að hafi átt að vera eyjablágresi (G. yesoense) sem er allt öðruvísi. Blómin eru bleik með dekkra æðaneti. Það eru víst fjölmörg yrki af skrautblágresi í ræktun, flest eru þau með bleikum blómum. Þessi planta sem ég á hefur reynst harðgerð og auðræktuð.
top of page
bottom of page