Skarlatsfífill er harðgerður og auðræktaður, en þrífst best í sól. Hann er svolítið viðkvæmur fyrir grámyglu. Ég ræktaði þessa plöntu af fræi merktu 'Prince of Orange' en ég held að minn sé gulari en hann á að vera. Samkvæmt síðu Lystigarðs Akureyrar á hann að vera dökk appelsínurauður, en ég finn ekki miklar upplýsingar um þetta yrki á netinu. Hann var þó ljómandi fallegur, en varð myglu að bráð, þrátt fyrir að hafa verið á sæmilega sólríkum stað.
top of page
bottom of page