Fjalldalafífill vex villtur á Íslandi og er algengur um allt land. Hann vex á rökum engjum og þolir því nokkuð rakan jarðveg, en vex alveg í venjulegri garðmold. Hann þolir skugga part úr degi. Mér finnst hann ljómandi fallegur. Það er kannski smekksatriði hvort hann eigi heima í görðum, en hann ætti a.m.k. vel heima í sumarbústaðalöndum.
top of page
bottom of page
Ég er með fåeinar plöntur sem ég gróðursetti hér í þurran móann í Jarphaga fyrir mörgum árum. Èg get ekki séð annað en að þeim líði bara vel.😄