Indíasnót er falleg skógarplanta sem hefur reynst harðgerð hjá mér. Hún er meðalhá, með fíngerðum hvítum blómum á svo fíngerðum blómstönglum að þau virðast nánast svífa. Hún þrífst best í næringarríkri, moltublandaðri mold, en virðist þó ekki mjög vandlát á jarðveg. Hún er þokkalega skuggþolin, en þrífst best í hálfskugga. Hún fær fallega haustliti, a.m.k. ef hún fær einhverja sól.
top of page
bottom of page