Alpalykkja er lágvaxin planta í ertublómaætt með fallega purpurarauðum blómklösum. Það komst ekki löng reynsla á hana hjá mér, því ég færði hana úr stað og það er eitthvað sem hún þolir mjög illa. Það er því mikilvægt að velja staðinn vel, því þar þarf hún helst að vera á meðan hún lifir. Hún blómstraði tvö sumur í röð og lofaði mjög góðu, væri til í að prófa hana aftur.
top of page
bottom of page