Jólarós blómstrar síðvetrar eða snemma vors eftir árferði, allt frá febrúar fram í maí. Laufið er sígrænt ef vetur eru mildir. Blómin eru oftast hvít. Hún þarf réttu skilyrðin til að þrífast vel, moltublandaðan, frekar rakan jarðveg sem er frekar í basískari kantinum. Hún þolir illa súran jarðveg, þurrk og mikla sól. Hálfskuggi hentar henni best.
top of page
bottom of page