
Skógarblámi 'Flore Plena' er fallegt yrki með þéttfylltum, bláfjólubláum blómum. Það er gróskumeira en tegundin, með stórgerðara laufi og verður alveg þakið í blómum. Það vex við sömu skilyrði, hálfskugga og næringarríkan, moltublandaðan jarðveg. Blómin eru ófrjó og því aðeins hægt að fjölga honum með skiptingu.
þessi er alveg ótrúlega fallegur