
'Rubra' er fallegt yrki af skógarbláma með rauðleitu laufi og skærbleikum blómum. Ég ræktaði hann af fræi og hafa fáar plöntur reynt eins á þolinmæði mína og hann. Það liðu 5-6 ár áður en fyrsta blómið kom, þá blómstraði hann einu blómi, næsta ári tveimur og þannig hefur þeim farið smá fjölgandi á hverju ári. Hann var þó alveg biðinnar virði, þessi blómlitur er ótrúlega fallegur.
Einhver sagði: Þolinmæðin þrautir vinnur allar! Fallegur er hann og þolinmæðinnar virði💗