Skógarblámi er undurfalleg skógarplanta sem blómstrar um sama leiti og laufið byrjar að gægjast upp úr moldinni, yfirleitt í lok apríl. Blómin eru bláfjólublá með hvítum fræflum sem minna svolítið á litlar hvítar perlur í miðju blómsins. Hann er þrífst best í hálfskugga og næringarríkri, moltublandaðri mold. Hann er hefur reynst harðgerður og lætur vorfrost lítið á sig fá.
top of page
bottom of page
já ég keypti minn í Mörk, þessa fylltu, er búin að skipta plöntunni og báðar þrífast vel.
Held að Mörk gæti verið með skógarbláma.
Mér dettur í hug það gætu fengist rætur t.d. í Garðheimum, en annars er garðyrkjustöðin Gleym-mér-ei í Borgarnesi líklegust til að vera með svona plöntur😍. En það mætti reyna Mörk og Storð.
Ég keypt bláa og fyllta, sáði þessum bleika. Man samt ekkert hvar ég keypti þá. Þessi fyllti er ófrjór svo það er ekki hægt að rækta hann af fræi, en það er ekki alveg fyrir óþolinmóða að rækta hina af fræi. Svo eru til hvít og bleik yrki með fylltum blómum sem ég hefði ekkert á móti því að eignast, en þau þyrfti að flytja inn.
Held að það sé best að fjölga honum með skiptingu, en hann vex rosalega hægt. Það gengur enn hægar að rækta hann af fræi.
Þetta er yndislegt blóm. Er þetta laukplanta eða sáir maður til þess.