'Berry Marmalade' er fallegt yrki af roðablómi með mynstruðu laufi. Það er silfrað í grunninn með purpurarauðu æðaneti sem verður dökkgrænt þegar það eldist. Mjög fallegt, en drapst því miður. Rótarhálsinn fúnaði, plantan hefur líklegast verið skemmd þegar hún var keypt. Hún lifði bara nokkrar vikur eftir að ég keypti hana. Þessir roðablendingar þurfa mjög gott frárennsli, lífefnaríkan og frjóan jarðveg og mega alls ekki standa í blautum, klesstum jarðvegi. Þá lifa þeir ekki lengi.
top of page
bottom of page