Roðablóm

Þetta er fræplanta af ónefndu afbrigði með bronslituðu laufi. Það mætti líkja lauflitnum við haustlitasinfóníu, því laufið er meira gult í fyrstu og roðnar svo með aldrinum. Ég hef átt þessa plöntu síðan 2015 og hún hefur þrifist vel og blómstrað. Planta fengin frá Möggu.