
'Georgia Plum' er yrki af roðablómi með plómulituðu laufi. Það breytir um lit eftir því sem það eldist og verður lillablátt með dökku æðaneti, en er bleikara í fyrstu. Þetta er planta sem ég keypti í fyrra haust og geymdi í gróðurhúsinu í vetur. Roðablóm þurfa mjög gott frárennsli og frjóan, lífefnaríkan jarðveg. Þau þola alls ekki blautan, klesstan jarðveg.